Mig langar að finna fegurð, og færa ykkur í ljóði.

Ég veit þó, ég þyrfti ekki að leita, ef þið aðeins sæjuð að hún býr í hjarta mínu.


- Kristín Ólafsdóttir

.

Er dagur rís og döggin grætur
drífðu þig að rísa á fætur.
Þínum sporum gefðu gætur
gæfuveginn hjartarætur.
Þá mun vinnast sigur sætur
sál þín öðlast miklar bætur.

- Jón Hallsson